Covid-19 dró hljómborðsleikara The Stranglers til dauða Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2020 17:20 Hljómborðsleikari The Stranglers, einnar helstu hljómsveitar þeirra sem komu fram í pönkbylgjunni, hefur yfirgefið sviðið. Getty/Erica Echenberg David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira