Innlent

Í fimmta skipti greindist ekkert smit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stofugangur á Landspítalanum fyrir nokkrum vikum. Farið er að róast á spítalanum þegar kemur að Covid-19. Enginn er á gjörgæslu en fjórir eru á Landspítalanum.
Stofugangur á Landspítalanum fyrir nokkrum vikum. Farið er að róast á spítalanum þegar kemur að Covid-19. Enginn er á gjörgæslu en fjórir eru á Landspítalanum. Þorkell Þorkelsson

Enginn greindist með kórónuveirusmit hér á landi síðastliðinn sólarhring samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.799 greinst með veiruna hér á landi.

Er þetta í fimmta skipti frá 23. apríl sem ekkert smit greinist á sólarhring. Hafa verður í huga að sýni sem tekin voru í gær voru afar fá eða aðeins 71. 

Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og enginn er á gjörgæslu. Í einangrun eru 66, en þeim fækkaði um sex á milli daga, og 755 eru í sóttkví. Nú hafa 1.723 manns náð bata og 19.302 lokið sóttkví.

Alls hafa verið tekin 50.477 sýni og voru 69 tekin á síðastliðnum sólarhring. Öll voru tekin á veirufræðideild Landspítalans en ætla má að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hafi verið í fríi í gær.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa.

Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19 hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×