Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Greta Thunberg. Vísir/Getty Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47
Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50