Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Greta Thunberg. Vísir/Getty Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47
Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50