Til í hlutlausa velli ef þau geta ekki fallið | Öruggara að spila leik í úrvalsdeildinni heldur en að fara út í búð? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2020 07:00 Leikmenn gætu verið öruggari inn á vellinum heldur en í matvöruverslun samkvæmt stjórnarformanni Crystal Palace. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira