Til í hlutlausa velli ef þau geta ekki fallið | Öruggara að spila leik í úrvalsdeildinni heldur en að fara út í búð? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2020 07:00 Leikmenn gætu verið öruggari inn á vellinum heldur en í matvöruverslun samkvæmt stjórnarformanni Crystal Palace. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira