Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 14:02 Össur er ekki hrifinn af útskýringum á fjarveru Sigmundar Davíðs á samstöðufundinum í París í gær. „Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30
Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent