Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 11:22 Sigmundur Davíð komst ekki á samstöðufundinn vegna skamms fyrirvara, dagskrá og ferðatíma til Parísar. Vísir/AP „Í ljósi þess að margir voru með einhverjar fyrirspurnir um þetta þá settum við bara þessa tilkynningu inn á vefinn, og við gerum ekkert ráð fyrir að tjá okkur neitt meira um það. Þetta er nokkuð ítarlegt og í sjálfu sér ekkert meira um það segja,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í gær. Þar komu saman fjöldamargir til að sýna samstöðu gegn árásunum í París undanfarna dag og voru viðstaddir fjöldi þjóðarleiðtoga ásamt háttsettum embættismönnum. Þar á meðal voru David Cameron forsætisráðherra Breta, Angela Merkel kanslari Þýskalands, Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa og Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrkja. Þá voru allir forsætisráðherrar norðurlandanna á samstöðufundinum. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í gær vegna fjarveru Sigmundar Davíðs kom fram að samverkandi þættir hefðu haft áhrif á það að ráðherra sá sér ekki fært að mæta og í því samhengi nefndur skammur fyrirvari, dagskrá forsætisráðherra og ferðatími til Parísar. Sigurður Már gat ekki gefið upplýsingar um dagskrá ráðherra þegar Vísir spurðist fyrir um hana en sagði þessa yfirlýsingu hafa verið nokkuð ítarlega.Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnarVísir„Ekki í anda þessa atburðar“ „Þetta voru samverkandi þættir og það sjá nú allir líka að ferðalög frá Íslandi er alltaf aðeins flóknari en að fara frá Evrópu. Það blasir nú eitt við. Þetta var mjög skammur fyrirvari. Þetta hefur ekkert með virðingu eða samstöðu með Frökkum að gera. Forsætisráðherra átti mjög innilegt viðtal við sendiherrann á því augnabliki. Ég sem gamall blaðamaður, og við öll, erum slegin yfir þessum hryllingi. Ég veit ekki hvort menn vilji formgera eitthvað í kringum það að forsætisráðherra hafi ekki séð sér fært um að mæta þarna. Ég átti mig ekki á því, mér finnst það ekki í anda þessa atburðar,“ segir Sigurður Már og fæst því dagskrá forsætisráðherra ekki uppgefin. „Við höfum verið að koma með þessar útskýringar sem þarna voru og við biðjum menn bara að horfa til þeirra.“Barack Obama.Vísir/GettyObama og Kerry gagnrýndir Sigmundur Davíð var þó ekki sá eini sem komst ekki til Parísar sökum anna. Þeirra á meðal eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og John Kerry utanríkisráðherra. Ekki hafa fengist svör við því hvers vegna Obama sá sér ekki fært um að mæta en Obama lofaði Frökkum stuðningi Bandaríkjamanna á föstudag. Þær fregnir bárust frá Hvíta húsinu á sunnudag að Obama muni halda alþjóðlegan fund í Washington í febrúar þar sem viðbrögð við ofbeldisverkum öfgamanna verða rædd. Obama og Kerry eru harðlega gagnrýndir fyrir fjarveruna en Kerry hefur gefið lítið fyrir þessa gagnrýni og hefur bent fjölmiðlum á að hann sé væntanlegur til Parísar á fimmtudag. Þá benti hann einnig á að fulltrúar utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna hefðu verið viðstaddir fundinn.Kerry gaf þau svör að hann sé í opinberum erindagjörðum á Indlandi og að hann hefði gjarnan viljað vera viðstaddur samstöðufundinn en það hefði ekki verið mögulegt vegna anna. Þetta átti einnig við um Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra sem var upptekinn í New York vegna undirbúnings ráðstefnu um jafnrétti kynjanna. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Í ljósi þess að margir voru með einhverjar fyrirspurnir um þetta þá settum við bara þessa tilkynningu inn á vefinn, og við gerum ekkert ráð fyrir að tjá okkur neitt meira um það. Þetta er nokkuð ítarlegt og í sjálfu sér ekkert meira um það segja,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í gær. Þar komu saman fjöldamargir til að sýna samstöðu gegn árásunum í París undanfarna dag og voru viðstaddir fjöldi þjóðarleiðtoga ásamt háttsettum embættismönnum. Þar á meðal voru David Cameron forsætisráðherra Breta, Angela Merkel kanslari Þýskalands, Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa og Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrkja. Þá voru allir forsætisráðherrar norðurlandanna á samstöðufundinum. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í gær vegna fjarveru Sigmundar Davíðs kom fram að samverkandi þættir hefðu haft áhrif á það að ráðherra sá sér ekki fært að mæta og í því samhengi nefndur skammur fyrirvari, dagskrá forsætisráðherra og ferðatími til Parísar. Sigurður Már gat ekki gefið upplýsingar um dagskrá ráðherra þegar Vísir spurðist fyrir um hana en sagði þessa yfirlýsingu hafa verið nokkuð ítarlega.Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnarVísir„Ekki í anda þessa atburðar“ „Þetta voru samverkandi þættir og það sjá nú allir líka að ferðalög frá Íslandi er alltaf aðeins flóknari en að fara frá Evrópu. Það blasir nú eitt við. Þetta var mjög skammur fyrirvari. Þetta hefur ekkert með virðingu eða samstöðu með Frökkum að gera. Forsætisráðherra átti mjög innilegt viðtal við sendiherrann á því augnabliki. Ég sem gamall blaðamaður, og við öll, erum slegin yfir þessum hryllingi. Ég veit ekki hvort menn vilji formgera eitthvað í kringum það að forsætisráðherra hafi ekki séð sér fært um að mæta þarna. Ég átti mig ekki á því, mér finnst það ekki í anda þessa atburðar,“ segir Sigurður Már og fæst því dagskrá forsætisráðherra ekki uppgefin. „Við höfum verið að koma með þessar útskýringar sem þarna voru og við biðjum menn bara að horfa til þeirra.“Barack Obama.Vísir/GettyObama og Kerry gagnrýndir Sigmundur Davíð var þó ekki sá eini sem komst ekki til Parísar sökum anna. Þeirra á meðal eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og John Kerry utanríkisráðherra. Ekki hafa fengist svör við því hvers vegna Obama sá sér ekki fært um að mæta en Obama lofaði Frökkum stuðningi Bandaríkjamanna á föstudag. Þær fregnir bárust frá Hvíta húsinu á sunnudag að Obama muni halda alþjóðlegan fund í Washington í febrúar þar sem viðbrögð við ofbeldisverkum öfgamanna verða rædd. Obama og Kerry eru harðlega gagnrýndir fyrir fjarveruna en Kerry hefur gefið lítið fyrir þessa gagnrýni og hefur bent fjölmiðlum á að hann sé væntanlegur til Parísar á fimmtudag. Þá benti hann einnig á að fulltrúar utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna hefðu verið viðstaddir fundinn.Kerry gaf þau svör að hann sé í opinberum erindagjörðum á Indlandi og að hann hefði gjarnan viljað vera viðstaddur samstöðufundinn en það hefði ekki verið mögulegt vegna anna. Þetta átti einnig við um Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra sem var upptekinn í New York vegna undirbúnings ráðstefnu um jafnrétti kynjanna. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni.
Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30
Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00