Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2011 07:30 Tryggvi Guðmundsson verður að öllum líkindum grímulaus í kvöld Fréttablaðið/HAG „Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00. Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
„Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00.
Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira