Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 10:00 Gylfi Þór er að jafna sig á hnémeiðslum þessa dagana. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira