Úrvalslið Argentínu á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2014 14:45 Daniel Passarella var fyrirliði Argentínu á HM 1978 á heimavelli. Vísir/Getty Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina. Athugið að þetta er úrvalslið þeirra leikmanna sem hafa staðið sig best fyrir hönd þessara þjóða á HM, þannig að menn á borð við Bernd Schuster, Alfredo di Stéfano og José Manuel Moreno, sem spiluðu aldrei á HM, koma ekki til greina.Úrvalslið Argentínu:Markvörður: Ubaldo Fillol (1974, 1978, 1982) Stóð í marki Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1978 og var valinn í úrvalslið mótsins. Fillol lék í treyju númer fimm á mótinu, en leikmönnum Argentínu var úthlutað númerum eftir stafrófsröð.Hægri bakvörður: Javier Zanetti (1998, 2002) Einn stöðugasti leikmaður fótboltasögunnar og besti hægri bakvörður sem hefur komið frá Argentínu. Lék aðeins á tveimur heimsmeistaramótum, en það er óskiljanlegt af hverju Zanetti hlaut ekki náð fyrir augum Josés Pekerman og Diegos Maradona fyrir HM 2006 og 2010.Miðvörður: Oscar Ruggeri (1986, 1990, 1994) Lykilmaður í vörn argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1986 og tapaði fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik fjórum árum seinna. Varð Spánarmeistari með Real Madrid tímabilið 1989-90 og var þá valinn besti erlendi leikmaðurinn í La Liga.Miðvörður: Daniel Passarella (1978, 1982, 1986) Var fyrirliði Argentínu á heimavelli 1978 og var í hópnum 1986, en hann taldi að óvild Diegos Maradona í hans garð hefði komið í veg fyrir að hann spilaði á mótinu. Skoraði mikið af mörkum þrátt fyrir að spila í öftustu línu.Vinstri bakvörður: Silvio Marzolini (1962 og 1966) Jafnan talinn besti vinstri bakvörður sem Argentína hefur alið af sér. Spilaði á HM 1962 og 1966 og var valinn í úrvalslið HM á síðarnefnda mótinu. Þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Boca Juniors.Miðjumaður: Javier Mascherano (2006, 2010, 2014) Fastamaður í liði Argentínu frá árinu 2003. Hefur spilað frábærlega á miðjunni á HM í Brasilíu, þrátt fyrir að spila venjulega í stöðu miðvarðar hjá Barcelona.Miðjumaður: Ossie Ardiles (1978, 1982) Lykilmaður í heimsmeistaraliðinu 1978 og gekk í raðir Tottenham eftir mótið og var í herbúðum Lundúnaliðsins í tíu ár. Var lánaður frá Spurs á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð.Lionel Messi er í úrvalsliðinu.Vísir/GettyFramliggjandi miðjumaður: Lionel Messi (2006, 2010, 2014) Hefur oft legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu, en hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með því að leiða Argentínu í úrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í Brasilíu.Framliggjandi miðjumaður: Diego Maradona (1982,1986, 1990, 1994) Fór fyrir heimsmeistaraliði Argentínu 1986. Skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar í leikjunum sjö í Mexíkó. Leiddi Argentínu svo í úrslitaleikinn fjórum árum síðar. Var sendur heim af HM í Bandaríkjunum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.Framherji: Gabriel Batistuta (1994, 1998, 2002) Markahæsti leikmaður Argentínu á HM með tíu mörk og jafnframt eini leikmaðurinn sem hefur skorað þrennu á tveimur heimsmeistaramótum. Lék lengst af með Fiorentina þar sem hann var í miklum metum.Framherji: Mario Kempes (1974, 1978, 1982)El Matador var markakóngur og besti leikmaður mótsins þegar Argentína varð heimsmeistari 1978. Skoraði sex mörk, þar af tvö í úrslitaleiknum gegn Hollandi. Lék lengi með Valencia á Spáni.Varamenn: Sergio Romero, markvörður (2010, 2014) Luis Monti, miðvörður/miðjumaður (1930) Alberto Tarantini, vinstri bakvörður (1978, 1982) Diego Simeone, miðjumaður (1994, 1998, 2002) Jorge Burruchaga, miðjumaður (1986, 1990) Jorge Valdano, framherji (1982, 1986) Guillermo Stábile, framherji (1930) HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. 10. júlí 2014 08:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær. 9. júlí 2014 09:30 Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. 9. júlí 2014 15:53 Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Mario Götze tryggði sigurinn með marki í framlengingu. 13. júlí 2014 00:01 Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á HM Þriðji leikur Argentínu í keppninni sem Rizzoli dæmir. 11. júlí 2014 18:36 Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina. Athugið að þetta er úrvalslið þeirra leikmanna sem hafa staðið sig best fyrir hönd þessara þjóða á HM, þannig að menn á borð við Bernd Schuster, Alfredo di Stéfano og José Manuel Moreno, sem spiluðu aldrei á HM, koma ekki til greina.Úrvalslið Argentínu:Markvörður: Ubaldo Fillol (1974, 1978, 1982) Stóð í marki Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1978 og var valinn í úrvalslið mótsins. Fillol lék í treyju númer fimm á mótinu, en leikmönnum Argentínu var úthlutað númerum eftir stafrófsröð.Hægri bakvörður: Javier Zanetti (1998, 2002) Einn stöðugasti leikmaður fótboltasögunnar og besti hægri bakvörður sem hefur komið frá Argentínu. Lék aðeins á tveimur heimsmeistaramótum, en það er óskiljanlegt af hverju Zanetti hlaut ekki náð fyrir augum Josés Pekerman og Diegos Maradona fyrir HM 2006 og 2010.Miðvörður: Oscar Ruggeri (1986, 1990, 1994) Lykilmaður í vörn argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1986 og tapaði fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik fjórum árum seinna. Varð Spánarmeistari með Real Madrid tímabilið 1989-90 og var þá valinn besti erlendi leikmaðurinn í La Liga.Miðvörður: Daniel Passarella (1978, 1982, 1986) Var fyrirliði Argentínu á heimavelli 1978 og var í hópnum 1986, en hann taldi að óvild Diegos Maradona í hans garð hefði komið í veg fyrir að hann spilaði á mótinu. Skoraði mikið af mörkum þrátt fyrir að spila í öftustu línu.Vinstri bakvörður: Silvio Marzolini (1962 og 1966) Jafnan talinn besti vinstri bakvörður sem Argentína hefur alið af sér. Spilaði á HM 1962 og 1966 og var valinn í úrvalslið HM á síðarnefnda mótinu. Þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Boca Juniors.Miðjumaður: Javier Mascherano (2006, 2010, 2014) Fastamaður í liði Argentínu frá árinu 2003. Hefur spilað frábærlega á miðjunni á HM í Brasilíu, þrátt fyrir að spila venjulega í stöðu miðvarðar hjá Barcelona.Miðjumaður: Ossie Ardiles (1978, 1982) Lykilmaður í heimsmeistaraliðinu 1978 og gekk í raðir Tottenham eftir mótið og var í herbúðum Lundúnaliðsins í tíu ár. Var lánaður frá Spurs á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð.Lionel Messi er í úrvalsliðinu.Vísir/GettyFramliggjandi miðjumaður: Lionel Messi (2006, 2010, 2014) Hefur oft legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu, en hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með því að leiða Argentínu í úrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í Brasilíu.Framliggjandi miðjumaður: Diego Maradona (1982,1986, 1990, 1994) Fór fyrir heimsmeistaraliði Argentínu 1986. Skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar í leikjunum sjö í Mexíkó. Leiddi Argentínu svo í úrslitaleikinn fjórum árum síðar. Var sendur heim af HM í Bandaríkjunum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.Framherji: Gabriel Batistuta (1994, 1998, 2002) Markahæsti leikmaður Argentínu á HM með tíu mörk og jafnframt eini leikmaðurinn sem hefur skorað þrennu á tveimur heimsmeistaramótum. Lék lengst af með Fiorentina þar sem hann var í miklum metum.Framherji: Mario Kempes (1974, 1978, 1982)El Matador var markakóngur og besti leikmaður mótsins þegar Argentína varð heimsmeistari 1978. Skoraði sex mörk, þar af tvö í úrslitaleiknum gegn Hollandi. Lék lengi með Valencia á Spáni.Varamenn: Sergio Romero, markvörður (2010, 2014) Luis Monti, miðvörður/miðjumaður (1930) Alberto Tarantini, vinstri bakvörður (1978, 1982) Diego Simeone, miðjumaður (1994, 1998, 2002) Jorge Burruchaga, miðjumaður (1986, 1990) Jorge Valdano, framherji (1982, 1986) Guillermo Stábile, framherji (1930)
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. 10. júlí 2014 08:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær. 9. júlí 2014 09:30 Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. 9. júlí 2014 15:53 Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Mario Götze tryggði sigurinn með marki í framlengingu. 13. júlí 2014 00:01 Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á HM Þriðji leikur Argentínu í keppninni sem Rizzoli dæmir. 11. júlí 2014 18:36 Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. 10. júlí 2014 08:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær. 9. júlí 2014 09:30
Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. 9. júlí 2014 15:53
Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00
Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Mario Götze tryggði sigurinn með marki í framlengingu. 13. júlí 2014 00:01
Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á HM Þriðji leikur Argentínu í keppninni sem Rizzoli dæmir. 11. júlí 2014 18:36