Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 10:00 Maradona komst ekkert áfram í úrslitaleiknum 1990. Hvað gerir Messi gegn Þjóðverjum á morgun? fréttablaðið/getty Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00