Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 06:00 Tveir góðir. Maradona og Messi. Vísir/Getty Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslitaleikurinn á morgun er endurtekning á úrslitaleiknum fyrir 24 árum er Argentína spilaði gegn Þýskalandi. Reyndar hét það Vestur-Þýskaland á þeim tíma. Besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, Lionel Messi, er nú aðeins einum leik frá því að feta í fótspor mannsins sem flestir telja vera þann besta frá upphafi – Diego Armando Maradona. Fjölmargir eru á því að hann hafi sigrað á HM 1986 nánast upp á eigin spýtur en hann varð svo að lúta í gras fyrir Þjóðverjum í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Á HM í Mexíkó árið 1986 kom Maradona að 10 af 15 mörkum liðsins og skapaði langflest færi allra á mótinu. Hann átti einnig flesta spretti allra þó svo hann væri með yfirfrakka á sér í öllum leikjum. Messi þekkir það einnig vel að fá frakka á sig en þrátt fyrir það hefur hann átt beinan þátt í rúmlega 62 prósentum marka Argentínu á mótinu. Hann hefur þó ekki verið sparkaður jafn grimmilega niður og Maradona á sínum HM þó vissulega sé fast tekið á honum.Diego Maradona.Messi hefur ekki verið eins afgerandi í sínum leik á HM í Brasilíu og Maradona var árið 1986, en hann er engu að síður kominn í úrslitaleikinn og er maðurinn á bak við velgengni liðsins. Hann skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Argentínumanna í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi og lék vel í riðlakeppninni. Hann er búinn að skora fjögur mörk í keppninni og leggja upp eitt mark. Messi hefur þó ekki náð að skora í útsláttarkeppninni. Ólíkt því sem var upp á teningnum fyrir fjórum árum þá hefur Messi notið þess meir núna að spila uppi félaga sína í stað þess að reyna að gera allt sjálfur. Samstarf hans við Angel di Maria var mjög farsælt og það leyndi sér ekki að Messi saknaði hans í undanúrslitaleiknum. Allan sinn feril hefur Messi mátt þola endalausan samanburð við Maradona. Skiljanlega, enda báðir snillingar frá sama landinu og í svipuðum stærðarflokki. Messi er þremur sentimetrum hærri en Maradona sem er 166 sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur hann enn í skugga Diego.Lionel Messi.Fengið gagnrýni í Argentínu Messi hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera meiri Katalóni en Argentínumaður. Hann hefur mátt heyra gagnrýni um að hann leggi sig ekki allan fram fyrir landsliðið. Snillingurinn smávaxni hefur viðurkennt að sú umræða hafi oft sært hann. Hann hefur því mætt mótlæti í föðurlandinu. Til þess að komast á sama stall og Maradona trónir á segja margir að hann verði að sigra á HM með Argentínu. Það sé það eina sem dugi til. Aðrir segja á móti að ótrúleg afrek hans með Barcelona tali sínu máli. Vissulega talsvert til í því en það jafnast samt ekkert á við það afrek að sigra í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Tækifæri Messi er núna og ekki víst að hann komist aftur í þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð hans er að miklu leyti undir í þessum leik. Takist Messi að leiða Argentínu til sigurs á HM í fyrsta skipti í 28 ár þá er hann klárlega kominn út úr skugga Maradona þó það verði líklega rifist um það til eilífðarnóns hvor þeirra hafi verið betri knattspyrnumaður. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslitaleikurinn á morgun er endurtekning á úrslitaleiknum fyrir 24 árum er Argentína spilaði gegn Þýskalandi. Reyndar hét það Vestur-Þýskaland á þeim tíma. Besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, Lionel Messi, er nú aðeins einum leik frá því að feta í fótspor mannsins sem flestir telja vera þann besta frá upphafi – Diego Armando Maradona. Fjölmargir eru á því að hann hafi sigrað á HM 1986 nánast upp á eigin spýtur en hann varð svo að lúta í gras fyrir Þjóðverjum í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Á HM í Mexíkó árið 1986 kom Maradona að 10 af 15 mörkum liðsins og skapaði langflest færi allra á mótinu. Hann átti einnig flesta spretti allra þó svo hann væri með yfirfrakka á sér í öllum leikjum. Messi þekkir það einnig vel að fá frakka á sig en þrátt fyrir það hefur hann átt beinan þátt í rúmlega 62 prósentum marka Argentínu á mótinu. Hann hefur þó ekki verið sparkaður jafn grimmilega niður og Maradona á sínum HM þó vissulega sé fast tekið á honum.Diego Maradona.Messi hefur ekki verið eins afgerandi í sínum leik á HM í Brasilíu og Maradona var árið 1986, en hann er engu að síður kominn í úrslitaleikinn og er maðurinn á bak við velgengni liðsins. Hann skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Argentínumanna í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi og lék vel í riðlakeppninni. Hann er búinn að skora fjögur mörk í keppninni og leggja upp eitt mark. Messi hefur þó ekki náð að skora í útsláttarkeppninni. Ólíkt því sem var upp á teningnum fyrir fjórum árum þá hefur Messi notið þess meir núna að spila uppi félaga sína í stað þess að reyna að gera allt sjálfur. Samstarf hans við Angel di Maria var mjög farsælt og það leyndi sér ekki að Messi saknaði hans í undanúrslitaleiknum. Allan sinn feril hefur Messi mátt þola endalausan samanburð við Maradona. Skiljanlega, enda báðir snillingar frá sama landinu og í svipuðum stærðarflokki. Messi er þremur sentimetrum hærri en Maradona sem er 166 sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur hann enn í skugga Diego.Lionel Messi.Fengið gagnrýni í Argentínu Messi hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera meiri Katalóni en Argentínumaður. Hann hefur mátt heyra gagnrýni um að hann leggi sig ekki allan fram fyrir landsliðið. Snillingurinn smávaxni hefur viðurkennt að sú umræða hafi oft sært hann. Hann hefur því mætt mótlæti í föðurlandinu. Til þess að komast á sama stall og Maradona trónir á segja margir að hann verði að sigra á HM með Argentínu. Það sé það eina sem dugi til. Aðrir segja á móti að ótrúleg afrek hans með Barcelona tali sínu máli. Vissulega talsvert til í því en það jafnast samt ekkert á við það afrek að sigra í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Tækifæri Messi er núna og ekki víst að hann komist aftur í þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð hans er að miklu leyti undir í þessum leik. Takist Messi að leiða Argentínu til sigurs á HM í fyrsta skipti í 28 ár þá er hann klárlega kominn út úr skugga Maradona þó það verði líklega rifist um það til eilífðarnóns hvor þeirra hafi verið betri knattspyrnumaður.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira