Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 06:00 Tveir góðir. Maradona og Messi. Vísir/Getty Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslitaleikurinn á morgun er endurtekning á úrslitaleiknum fyrir 24 árum er Argentína spilaði gegn Þýskalandi. Reyndar hét það Vestur-Þýskaland á þeim tíma. Besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, Lionel Messi, er nú aðeins einum leik frá því að feta í fótspor mannsins sem flestir telja vera þann besta frá upphafi – Diego Armando Maradona. Fjölmargir eru á því að hann hafi sigrað á HM 1986 nánast upp á eigin spýtur en hann varð svo að lúta í gras fyrir Þjóðverjum í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Á HM í Mexíkó árið 1986 kom Maradona að 10 af 15 mörkum liðsins og skapaði langflest færi allra á mótinu. Hann átti einnig flesta spretti allra þó svo hann væri með yfirfrakka á sér í öllum leikjum. Messi þekkir það einnig vel að fá frakka á sig en þrátt fyrir það hefur hann átt beinan þátt í rúmlega 62 prósentum marka Argentínu á mótinu. Hann hefur þó ekki verið sparkaður jafn grimmilega niður og Maradona á sínum HM þó vissulega sé fast tekið á honum.Diego Maradona.Messi hefur ekki verið eins afgerandi í sínum leik á HM í Brasilíu og Maradona var árið 1986, en hann er engu að síður kominn í úrslitaleikinn og er maðurinn á bak við velgengni liðsins. Hann skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Argentínumanna í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi og lék vel í riðlakeppninni. Hann er búinn að skora fjögur mörk í keppninni og leggja upp eitt mark. Messi hefur þó ekki náð að skora í útsláttarkeppninni. Ólíkt því sem var upp á teningnum fyrir fjórum árum þá hefur Messi notið þess meir núna að spila uppi félaga sína í stað þess að reyna að gera allt sjálfur. Samstarf hans við Angel di Maria var mjög farsælt og það leyndi sér ekki að Messi saknaði hans í undanúrslitaleiknum. Allan sinn feril hefur Messi mátt þola endalausan samanburð við Maradona. Skiljanlega, enda báðir snillingar frá sama landinu og í svipuðum stærðarflokki. Messi er þremur sentimetrum hærri en Maradona sem er 166 sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur hann enn í skugga Diego.Lionel Messi.Fengið gagnrýni í Argentínu Messi hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera meiri Katalóni en Argentínumaður. Hann hefur mátt heyra gagnrýni um að hann leggi sig ekki allan fram fyrir landsliðið. Snillingurinn smávaxni hefur viðurkennt að sú umræða hafi oft sært hann. Hann hefur því mætt mótlæti í föðurlandinu. Til þess að komast á sama stall og Maradona trónir á segja margir að hann verði að sigra á HM með Argentínu. Það sé það eina sem dugi til. Aðrir segja á móti að ótrúleg afrek hans með Barcelona tali sínu máli. Vissulega talsvert til í því en það jafnast samt ekkert á við það afrek að sigra í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Tækifæri Messi er núna og ekki víst að hann komist aftur í þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð hans er að miklu leyti undir í þessum leik. Takist Messi að leiða Argentínu til sigurs á HM í fyrsta skipti í 28 ár þá er hann klárlega kominn út úr skugga Maradona þó það verði líklega rifist um það til eilífðarnóns hvor þeirra hafi verið betri knattspyrnumaður. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslitaleikurinn á morgun er endurtekning á úrslitaleiknum fyrir 24 árum er Argentína spilaði gegn Þýskalandi. Reyndar hét það Vestur-Þýskaland á þeim tíma. Besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, Lionel Messi, er nú aðeins einum leik frá því að feta í fótspor mannsins sem flestir telja vera þann besta frá upphafi – Diego Armando Maradona. Fjölmargir eru á því að hann hafi sigrað á HM 1986 nánast upp á eigin spýtur en hann varð svo að lúta í gras fyrir Þjóðverjum í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Á HM í Mexíkó árið 1986 kom Maradona að 10 af 15 mörkum liðsins og skapaði langflest færi allra á mótinu. Hann átti einnig flesta spretti allra þó svo hann væri með yfirfrakka á sér í öllum leikjum. Messi þekkir það einnig vel að fá frakka á sig en þrátt fyrir það hefur hann átt beinan þátt í rúmlega 62 prósentum marka Argentínu á mótinu. Hann hefur þó ekki verið sparkaður jafn grimmilega niður og Maradona á sínum HM þó vissulega sé fast tekið á honum.Diego Maradona.Messi hefur ekki verið eins afgerandi í sínum leik á HM í Brasilíu og Maradona var árið 1986, en hann er engu að síður kominn í úrslitaleikinn og er maðurinn á bak við velgengni liðsins. Hann skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Argentínumanna í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi og lék vel í riðlakeppninni. Hann er búinn að skora fjögur mörk í keppninni og leggja upp eitt mark. Messi hefur þó ekki náð að skora í útsláttarkeppninni. Ólíkt því sem var upp á teningnum fyrir fjórum árum þá hefur Messi notið þess meir núna að spila uppi félaga sína í stað þess að reyna að gera allt sjálfur. Samstarf hans við Angel di Maria var mjög farsælt og það leyndi sér ekki að Messi saknaði hans í undanúrslitaleiknum. Allan sinn feril hefur Messi mátt þola endalausan samanburð við Maradona. Skiljanlega, enda báðir snillingar frá sama landinu og í svipuðum stærðarflokki. Messi er þremur sentimetrum hærri en Maradona sem er 166 sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur hann enn í skugga Diego.Lionel Messi.Fengið gagnrýni í Argentínu Messi hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera meiri Katalóni en Argentínumaður. Hann hefur mátt heyra gagnrýni um að hann leggi sig ekki allan fram fyrir landsliðið. Snillingurinn smávaxni hefur viðurkennt að sú umræða hafi oft sært hann. Hann hefur því mætt mótlæti í föðurlandinu. Til þess að komast á sama stall og Maradona trónir á segja margir að hann verði að sigra á HM með Argentínu. Það sé það eina sem dugi til. Aðrir segja á móti að ótrúleg afrek hans með Barcelona tali sínu máli. Vissulega talsvert til í því en það jafnast samt ekkert á við það afrek að sigra í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Tækifæri Messi er núna og ekki víst að hann komist aftur í þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð hans er að miklu leyti undir í þessum leik. Takist Messi að leiða Argentínu til sigurs á HM í fyrsta skipti í 28 ár þá er hann klárlega kominn út úr skugga Maradona þó það verði líklega rifist um það til eilífðarnóns hvor þeirra hafi verið betri knattspyrnumaður.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira