Attenborough segir komið að ögurstundu fyrir loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 12:35 Attenborough, sem er 93 ára gamall, er dáður um allan heim fyrir fjölda náttúrulífsþátta sem hann hefur kynnt um áratugaskeið. Vísir/EPA Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22