Erlent

Heitustu tíu ár sögunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Magn koltvísýrings hefur aldrei mælst meira í andrúmslofti jarðarinnar og bein tengsl eru á milli þess og hækkun hitastigs.
Magn koltvísýrings hefur aldrei mælst meira í andrúmslofti jarðarinnar og bein tengsl eru á milli þess og hækkun hitastigs. AP/Martin Meissner

Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. Vísindamenn segja þessa þróun muna halda áfram og enginn endir sé sýnilegur. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að veðuröfgar og veðurfarsbreytingar af mannavöldum muni halda áfram að aukast.

Síðasta ár var það næstheitasta frá 1850.

Þessi tíu ár voru að meðaltali 1,4 gráðum heitari en meðaltal tuttugustu aldarinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Síðasta árið sem var kaldara en meðaltal tutugustu aldarinnar var 1976.

„Af þú heldur að þú hafi heyrt þessa sögu áður, þá hefur þú ekki séð neitt enn,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard Institute for Space Studies. Hann sagði að þar til dregið yrði úr losun gróðurhúsalofttegunda muni þessi þróun halda áfram.

Magn koltvísýrings hefur aldrei mælst meira í andrúmslofti jarðarinnar og bein tengsl eru á milli þess og hækkun hitastigs.

AP hefur einnig eftir Hans-Otto Portner, frá Sameinuðu þjóðunum, að vandamál hnattrænar hlýnunar væru auðsjáanleg í bráðnun jökla, gróðureldum, sterkari óveðrum, flóðum og hækkun sjávarmáls. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×