Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:32 William Hague er enn þungavigtarmaður í Íhaldsflokknum. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira