Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:32 William Hague er enn þungavigtarmaður í Íhaldsflokknum. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira