Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2020 15:40 Tjaldsvæði í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Gestum verður ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði, í skála eða fara í skipulagðar ferðir séu þeir í sóttkví, einangrun hafi verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift eða séu þeir með einkenni, þar á meðal kvef og hósta. Þá munu rekstraraðilar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag. Á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en 50 gestir mega vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 50 manna hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá verður að tryggja aðskilnað milli hópa í hverju rými sé baðaðstaða í boði. Þá þarf að tryggja að lágmarki fjögurra metra fjarlægð milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og annarra hýsa. Ef tjaldað er í snjó eða mjög köldu veðri skal tvöfalda fjarlægð á milli tjalda. Á hjólhýsasvæðum þarf að tryggja að ekki séu fleiri en 50 manns á sama tíma á sameiginlegum svæðum innan þess. Þá er tveggja metra reglan ítrekuð og minnt á að henni skuli áfram fylgt sem og fyrirmælum um handþvott og almennt hreinlæti þótt að fjöldatakmörkunum sé létt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 „Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26. apríl 2020 11:52 Stefnumót við náttúru Íslands Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. 25. apríl 2020 11:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Gestum verður ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði, í skála eða fara í skipulagðar ferðir séu þeir í sóttkví, einangrun hafi verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift eða séu þeir með einkenni, þar á meðal kvef og hósta. Þá munu rekstraraðilar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag. Á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en 50 gestir mega vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 50 manna hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá verður að tryggja aðskilnað milli hópa í hverju rými sé baðaðstaða í boði. Þá þarf að tryggja að lágmarki fjögurra metra fjarlægð milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og annarra hýsa. Ef tjaldað er í snjó eða mjög köldu veðri skal tvöfalda fjarlægð á milli tjalda. Á hjólhýsasvæðum þarf að tryggja að ekki séu fleiri en 50 manns á sama tíma á sameiginlegum svæðum innan þess. Þá er tveggja metra reglan ítrekuð og minnt á að henni skuli áfram fylgt sem og fyrirmælum um handþvott og almennt hreinlæti þótt að fjöldatakmörkunum sé létt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 „Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26. apríl 2020 11:52 Stefnumót við náttúru Íslands Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. 25. apríl 2020 11:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00
„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26. apríl 2020 11:52
Stefnumót við náttúru Íslands Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. 25. apríl 2020 11:30