Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 14:51 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31