Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 2-2 | Frábær endurkoma Skagamanna Stefán Árni Pálsson á Akranesi skrifar 22. ágúst 2013 07:37 Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti