Enski boltinn

Henry ætlar að vera hjá Arsenal eins lengi og Wenger

NordicPhotos/GettyImages
Thierry Henry hefur nú enn á ný þurft að slökkva í orðrómi um framtíð sína hjá Arsenal, en bresku blöðin hafa gert því skóna að hann sé á förum eftir erfitt tímabil í vetur. Henry bendir á að hann sé nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og segist ætla að vera hjá félaginu á meðan Wenger situr í stjórastóli. Henry hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×