Erlent

Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir samhæfðar aðgerðir og samstöðu þjóða vera það eina geri heimsbyggðinni kleift sigrast á vágestinum og þeim heilsufars- og efnahagslegu vandamálum sem fylgja.
Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir samhæfðar aðgerðir og samstöðu þjóða vera það eina geri heimsbyggðinni kleift sigrast á vágestinum og þeim heilsufars- og efnahagslegu vandamálum sem fylgja. Vísir/EPA

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. Þetta hafi verið sérstaklega áberandi á fyrstu dögum faraldursins.

Hún segir samhæfðar aðgerðir og samstöðu þjóða vera það eina geri heimsbyggðinni kleift sigrast á vágestinum og þeim heilsufars- og efnahagslegu vandamálum sem fylgja.

Von der Leyen sagði að Evrópusambandið myndi tryggja að allt að hundrað milljarðar evra yrðu tiltækir fyrir þau Evrópulönd sem hefðu orðið verst úti í faraldrinum. Fjármunum yrði varið í atvinnuleysistryggingar vegna skerts starfshlutfalls og atvinnuleysis vegna veirunnar. Sagði hún að fyrst yrði byrjað á Ítalíu sem, eins og kunnugt er, hefur farið afar illa út úr kórónuveirunni.

Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur dregið hátt í þrettán þúsund og tvö hundruð manns á Ítalíu til dauða. Staðan á Spáni er líka grafalvarleg, þar hafa hátt í níu þúsund og fjögur hundruð látist í faraldrinum. Nýjum smit-tilfellum fer þó fækkandi á Spáni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×