Manchester United búið að eyða 11,5 milljörðum í Alexis Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 13:30 Alexis Sanchez hefur ekki gert merkilega hluti í búningi Manchester United. Getty/John Peters Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira