Einfari sem faldi mat og seldi málverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 17:36 Árásarmaðurinn Robert Lewis Dear vísir/epa Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Planned Parenthood samtakanna á föstudag mun koma fyrir rétt í dag í Colorado. Honum er gefið að sök að hafa hafið skothríð í heilsugæslustöðinni með þeim afleiðingum að lögreglumaður og tveir óbreyttir borgarar, þar á meðal tveggja barna móðir, biðu bana. Níu aðrir særðust.Sjá einnig: Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Robert Lewis Dear er 57 ára gamall og hefur verið lýst af samferðamönnum sínum sem miklum einfara. Það endurspeglist meðal annars í húsakynnum hans sem eru í fjallendi Suður-Karólínu og Colorado. Kunningjar hans segja árásina á föstudag hafa komið sér á óvart.Faldi mat í skóginum og seldi málverk Dear hafi ekki látið í veðri vaka að hann hefði slíkt í hyggju. Hann hafi þannig ekki heldur viðrað öfgafullar skoðanir sem gætu hafa gefið vísbendingu um að fyrrgreind hegðun Dear væri hugsanleg. Nágrannar mannsins segja hann hafa lagt það í vana sinn að fela mat í skóglendinu umhverfis heimili hans og afla sér tekna með sölu á málverkum frænda síns. Málverkin voru oftar en ekki af plantekrum í Suðurríkjunum eða svipmyndir af Masters golfmótaröðinni. Þá hefur CBS eftir einum nágranna Dear að hann hafi einu sinni dreift blöðum með gagnrýni á Barack Obama Bandríkjaforseta. „Hann ræddi þau ekkert frekar. Hann sagði bara „Líttu á þau þegar þú hefur tækifæri til,“ er haft eftir honum.Andstaða við fóstureyðingar kveikjan Þegar Dear var handtekinn af lögreglu á föstudag mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna Planned Parenthood, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Samtökin hafa það eftir sjónarvottum að drifkraftur Dear hafi verið andstaða hans við fóstureyðingar. Þó segjast þau ekki geta fullyrt hvort tilgangur árásrinnar hafi verið að að láta samtökin hverfa frá stefnu sinni. 19 heilsugæslustöðvar Planned Parenthood voru opnar í dag en stöðin í Colorado er lokuð vegna skemmda um óákveðinn tíma. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Planned Parenthood samtakanna á föstudag mun koma fyrir rétt í dag í Colorado. Honum er gefið að sök að hafa hafið skothríð í heilsugæslustöðinni með þeim afleiðingum að lögreglumaður og tveir óbreyttir borgarar, þar á meðal tveggja barna móðir, biðu bana. Níu aðrir særðust.Sjá einnig: Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Robert Lewis Dear er 57 ára gamall og hefur verið lýst af samferðamönnum sínum sem miklum einfara. Það endurspeglist meðal annars í húsakynnum hans sem eru í fjallendi Suður-Karólínu og Colorado. Kunningjar hans segja árásina á föstudag hafa komið sér á óvart.Faldi mat í skóginum og seldi málverk Dear hafi ekki látið í veðri vaka að hann hefði slíkt í hyggju. Hann hafi þannig ekki heldur viðrað öfgafullar skoðanir sem gætu hafa gefið vísbendingu um að fyrrgreind hegðun Dear væri hugsanleg. Nágrannar mannsins segja hann hafa lagt það í vana sinn að fela mat í skóglendinu umhverfis heimili hans og afla sér tekna með sölu á málverkum frænda síns. Málverkin voru oftar en ekki af plantekrum í Suðurríkjunum eða svipmyndir af Masters golfmótaröðinni. Þá hefur CBS eftir einum nágranna Dear að hann hafi einu sinni dreift blöðum með gagnrýni á Barack Obama Bandríkjaforseta. „Hann ræddi þau ekkert frekar. Hann sagði bara „Líttu á þau þegar þú hefur tækifæri til,“ er haft eftir honum.Andstaða við fóstureyðingar kveikjan Þegar Dear var handtekinn af lögreglu á föstudag mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna Planned Parenthood, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Samtökin hafa það eftir sjónarvottum að drifkraftur Dear hafi verið andstaða hans við fóstureyðingar. Þó segjast þau ekki geta fullyrt hvort tilgangur árásrinnar hafi verið að að láta samtökin hverfa frá stefnu sinni. 19 heilsugæslustöðvar Planned Parenthood voru opnar í dag en stöðin í Colorado er lokuð vegna skemmda um óákveðinn tíma.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira