Alex Oxlade-Chamberlain er nefnilega allur að braggast og hann er þannig í leikmannahópi Liverpool í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Það eru liðnir tíu mánuðir frá hnémeiðslum hans og nú er það stutt í hann að Jürgen Klopp telur að hann gæti hjálpað liðinu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
BREAKING: Liverpool midfielder Alex Oxlade-Chamberlain named in Champions League squad for knockout stages. #SSNpic.twitter.com/dGRJfLX1Eq
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 5, 2019
Liverpool mætir þýska liðinu Bayern München í sextán liða úrslitunum og fyrri leikurinn er á Anfield 19. febrúar næstkomandi.
Liverpool mátti bæta þremur nýjum leikmönnum í hópinn sinn frá því í riðlakeppninni og eru þeir Oxlade-Chamberlain og hinn ungi hollenski miðvörður Ki-Jana Hoever komnir inn. Þeir koma í stað þeirra Nathaniel Clyne og Dominic Solanke.
Alex Oxlade-Chamberlain var frábær á síðasta tímabili þar til að hann sleit krossband í Meistaradeildarleik á móti Roma.
Oxlade-Chamberlain missti bæði af úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og heimsmeistaramótinu með enska landsliðinu.