Talinn hafa skipulagt árásirnar 29. júlí 2005 00:01 Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira