Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Atli Ísleifsson skrifar 12. júlí 2014 13:31 120 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers frá því á þriðjudaginn. Vísir/AP Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í dag og í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. Loftárásir næturinnar beindust að fjölda staða á Gaza og létust meðal annars tveir þegar sprengjur féllu á endurhæfingarstöð í Beit Lahiya í norðurhluta landsins. 120 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers frá því á þriðjudaginn. Stjórnvöld í Kúveit hafa farið fram á að Arababandalagið komi til fundar vegna málsins og er áætlað að fundurinn fari fram á mánudag. Arabaríkjunum hefur ekki tekist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu vegna málsins. Egyptaland hefur alla jafna gegnt mikilvægu hlutverki í þessari langvinnu deilu, en virðist hafa hægar um sig nú en oft áður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki innrás og landhernað á Gaza en harðlínumenn í ríkisstjórn hafa þrýst mjög á landhernað. Leiðtogar Vesturlanda hafa hins vegar þrýst á Ísraelsmenn og Hamasliða að láta af hernaði sínum og setjast að samningaborði en þær áskoranir hafa engin áhrif haft til þessa. Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á um eitt þusund skotmörk á Gaza það sem af er og segir Netanyahu að árásum verði ekki hætt fyrir en ró kemst á, eða þar til Hamasliðar láta af loftskeytaárásum sínum. Herskáir Palestínumenn hafa sömuleiðis haldið eldflaugaárásum sínum á Ísrael áfram, en enginn hefur fallið í þeim til þessa en nokkrir særst. Post by Mohammed S Abu Taha. Gasa Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í dag og í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. Loftárásir næturinnar beindust að fjölda staða á Gaza og létust meðal annars tveir þegar sprengjur féllu á endurhæfingarstöð í Beit Lahiya í norðurhluta landsins. 120 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers frá því á þriðjudaginn. Stjórnvöld í Kúveit hafa farið fram á að Arababandalagið komi til fundar vegna málsins og er áætlað að fundurinn fari fram á mánudag. Arabaríkjunum hefur ekki tekist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu vegna málsins. Egyptaland hefur alla jafna gegnt mikilvægu hlutverki í þessari langvinnu deilu, en virðist hafa hægar um sig nú en oft áður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki innrás og landhernað á Gaza en harðlínumenn í ríkisstjórn hafa þrýst mjög á landhernað. Leiðtogar Vesturlanda hafa hins vegar þrýst á Ísraelsmenn og Hamasliða að láta af hernaði sínum og setjast að samningaborði en þær áskoranir hafa engin áhrif haft til þessa. Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á um eitt þusund skotmörk á Gaza það sem af er og segir Netanyahu að árásum verði ekki hætt fyrir en ró kemst á, eða þar til Hamasliðar láta af loftskeytaárásum sínum. Herskáir Palestínumenn hafa sömuleiðis haldið eldflaugaárásum sínum á Ísrael áfram, en enginn hefur fallið í þeim til þessa en nokkrir særst. Post by Mohammed S Abu Taha.
Gasa Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira