Enski boltinn

Henry orðinn hundleiður á slúðrinu

NordicPhotos/GettyImages

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal segist vera orðinn hundleiður á sífelldum orðrómi um að hann sé á leið til Barcelona. Hann segist ekki geta komið blaðamönnum í skilning um að hann ætli aldrei að yfirgefa félagið.

"Ég veit ekki hvað ég á að segja eða gera lengur. Kannski verð ég að fara að ganga um götur Lundúna í bol sem á stendur að ég ætli ekki að fara frá Arsenal. Ég er samt ekki viss um að það sé nóg og ég veit ekki hvað ég þarf að segja það oft. Ég vil ekki fara héðan. Ég hef sýnt það að ég er hollur félaginu og stjórinn er nýbúinn að segja að ég fari ekki - þannig að ég veit hreint ekki hverju ég get bætt við það," sagði Henry við Sky sjónvarpsstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×