Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:59 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grey line hefur þungar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira