Erlent

Sádar hætta að taka börn af lífi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Salman Sádakonungur sést hér ávarpa fjarfund G20-ríkja í lok mars.
Salman Sádakonungur sést hér ávarpa fjarfund G20-ríkja í lok mars. EPA/GARY RAMAGE

Yfirvöld í Sádí-Arabíu hafa afnumið dauðarefsingu fyrir börn. Breytingin er sögð liður í því að draga úr gagnrýni á ástand mannréttindamála í landinu.  Alls voru 184 teknir af lífi í landinu í fyrra, þar af var hið minnsta einn sem sakaður var um lögbrot á barnsaldri.

Konungur landsins hefur nú ákveðið að ekki verði hægt að dæma fólk til dauða sem fremur glæpi meðan það er á barnsaldri ólíkt því sem tíðkast hefur hingað til. Í staðinn verði hægt að dæma brotamenn í tíu ára fangelsi að hámarki, í sérstökum unglingafangelsum. 

Sex manns hið minnsta eru nú á dauðadeild í Sádí Arabískum fangelsum fyrir glæpi sem þeir frömdu undir lögaldri og sleppa því sennilega við sverð böðulsins. Allir eru þeir úr minnihlutahópi Shía í landinu og voru sakaðir um að taka þátt í mótmælum þegar hið arabíska vor svokallaða stóð sem hæst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.