Forsætisráðherrann andmælir því að Danmörk sé sósíalísk Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 15:51 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. vísir/getty Sjaldan eða aldrei hefur Danmörk verið jafn mikið á milli tannanna á Bandaríkjamönnum eins og upp á síðkastið. Eitt forsetaefni Demókrata fyrir komandi kosningar vestanahafs, Bernie Sanders, hefur í ræðu og riti vísað margoft til hins skandinavíska þjóðfélagskipulags sem hann vill reyna að innleiða í Bandaríkjunum. Sanders segist ekki líta á sig sem Demókrata heldur öllu heldur sem jafnaðarmann, eða sósíalista, og í því samhengi segir hann Danmörk vera fyrirheitna landið. En í ræðu sinni á föstudag í Harvard's Kennedy School of Government sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að hann gæti ekki fallist á það að Danmörk væri sósalískt land. Hann væri þó stoltur af því að Danmörk hafi borið á góma á jafn stóru sviði og kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.„Ég veit að einhverjir í Bandaríkjunum tengja Norðurlandamódelið við einhvers konar sósíalisma,“ hefur Vox eftir Rasmussen, „og því vil ég koma einu á hreint. Danmörk er langt frá því að vera einhvers konar miðstýrt áætlanahagkerfi. Danmörk er markaðsríki.“ Að mati Rasmussens hverfist Norðurlandamódelið um velferðarkerfið og öryggið sem það tryggir þegnum ríkjanna – „en það er einnig árangursríkt markaðshagkerfi sem gerir fólki kleift að elta drauma sína og lifa lífi sínu eins og það vill.“ Eins og Vox rekur þá er þetta þó ekki í grundavallaratriðum svo frábrugðið boðskapi Sanders. Hann vilji til að mynda hækka skatta og auka útgjöld til velferðarmála. Rasmussen sagði einnig af þessu tilefni að þegar litið væri á heildarsamhengi hlutanna væru ekkert mjög skiptar skoðanir á þessu kerfi milli stærstu flokkanna í Danmörku. Það hafi til að mynda sýnt sig þegar hann sótti þing Demókrataflokksins fyrir fjórum árum síðan. Þangað mætti hann, leiðtogi hægrisinnaðs flokks, ásamt dönskum kollegum sínum á vinstri vængnum. Tengdar fréttir Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna. 21. október 2015 07:00 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur Danmörk verið jafn mikið á milli tannanna á Bandaríkjamönnum eins og upp á síðkastið. Eitt forsetaefni Demókrata fyrir komandi kosningar vestanahafs, Bernie Sanders, hefur í ræðu og riti vísað margoft til hins skandinavíska þjóðfélagskipulags sem hann vill reyna að innleiða í Bandaríkjunum. Sanders segist ekki líta á sig sem Demókrata heldur öllu heldur sem jafnaðarmann, eða sósíalista, og í því samhengi segir hann Danmörk vera fyrirheitna landið. En í ræðu sinni á föstudag í Harvard's Kennedy School of Government sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að hann gæti ekki fallist á það að Danmörk væri sósalískt land. Hann væri þó stoltur af því að Danmörk hafi borið á góma á jafn stóru sviði og kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.„Ég veit að einhverjir í Bandaríkjunum tengja Norðurlandamódelið við einhvers konar sósíalisma,“ hefur Vox eftir Rasmussen, „og því vil ég koma einu á hreint. Danmörk er langt frá því að vera einhvers konar miðstýrt áætlanahagkerfi. Danmörk er markaðsríki.“ Að mati Rasmussens hverfist Norðurlandamódelið um velferðarkerfið og öryggið sem það tryggir þegnum ríkjanna – „en það er einnig árangursríkt markaðshagkerfi sem gerir fólki kleift að elta drauma sína og lifa lífi sínu eins og það vill.“ Eins og Vox rekur þá er þetta þó ekki í grundavallaratriðum svo frábrugðið boðskapi Sanders. Hann vilji til að mynda hækka skatta og auka útgjöld til velferðarmála. Rasmussen sagði einnig af þessu tilefni að þegar litið væri á heildarsamhengi hlutanna væru ekkert mjög skiptar skoðanir á þessu kerfi milli stærstu flokkanna í Danmörku. Það hafi til að mynda sýnt sig þegar hann sótti þing Demókrataflokksins fyrir fjórum árum síðan. Þangað mætti hann, leiðtogi hægrisinnaðs flokks, ásamt dönskum kollegum sínum á vinstri vængnum.
Tengdar fréttir Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna. 21. október 2015 07:00 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00
Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna. 21. október 2015 07:00
Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent