Forsætisráðherrann andmælir því að Danmörk sé sósíalísk Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 15:51 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. vísir/getty Sjaldan eða aldrei hefur Danmörk verið jafn mikið á milli tannanna á Bandaríkjamönnum eins og upp á síðkastið. Eitt forsetaefni Demókrata fyrir komandi kosningar vestanahafs, Bernie Sanders, hefur í ræðu og riti vísað margoft til hins skandinavíska þjóðfélagskipulags sem hann vill reyna að innleiða í Bandaríkjunum. Sanders segist ekki líta á sig sem Demókrata heldur öllu heldur sem jafnaðarmann, eða sósíalista, og í því samhengi segir hann Danmörk vera fyrirheitna landið. En í ræðu sinni á föstudag í Harvard's Kennedy School of Government sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að hann gæti ekki fallist á það að Danmörk væri sósalískt land. Hann væri þó stoltur af því að Danmörk hafi borið á góma á jafn stóru sviði og kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.„Ég veit að einhverjir í Bandaríkjunum tengja Norðurlandamódelið við einhvers konar sósíalisma,“ hefur Vox eftir Rasmussen, „og því vil ég koma einu á hreint. Danmörk er langt frá því að vera einhvers konar miðstýrt áætlanahagkerfi. Danmörk er markaðsríki.“ Að mati Rasmussens hverfist Norðurlandamódelið um velferðarkerfið og öryggið sem það tryggir þegnum ríkjanna – „en það er einnig árangursríkt markaðshagkerfi sem gerir fólki kleift að elta drauma sína og lifa lífi sínu eins og það vill.“ Eins og Vox rekur þá er þetta þó ekki í grundavallaratriðum svo frábrugðið boðskapi Sanders. Hann vilji til að mynda hækka skatta og auka útgjöld til velferðarmála. Rasmussen sagði einnig af þessu tilefni að þegar litið væri á heildarsamhengi hlutanna væru ekkert mjög skiptar skoðanir á þessu kerfi milli stærstu flokkanna í Danmörku. Það hafi til að mynda sýnt sig þegar hann sótti þing Demókrataflokksins fyrir fjórum árum síðan. Þangað mætti hann, leiðtogi hægrisinnaðs flokks, ásamt dönskum kollegum sínum á vinstri vængnum. Tengdar fréttir Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna. 21. október 2015 07:00 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur Danmörk verið jafn mikið á milli tannanna á Bandaríkjamönnum eins og upp á síðkastið. Eitt forsetaefni Demókrata fyrir komandi kosningar vestanahafs, Bernie Sanders, hefur í ræðu og riti vísað margoft til hins skandinavíska þjóðfélagskipulags sem hann vill reyna að innleiða í Bandaríkjunum. Sanders segist ekki líta á sig sem Demókrata heldur öllu heldur sem jafnaðarmann, eða sósíalista, og í því samhengi segir hann Danmörk vera fyrirheitna landið. En í ræðu sinni á föstudag í Harvard's Kennedy School of Government sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að hann gæti ekki fallist á það að Danmörk væri sósalískt land. Hann væri þó stoltur af því að Danmörk hafi borið á góma á jafn stóru sviði og kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.„Ég veit að einhverjir í Bandaríkjunum tengja Norðurlandamódelið við einhvers konar sósíalisma,“ hefur Vox eftir Rasmussen, „og því vil ég koma einu á hreint. Danmörk er langt frá því að vera einhvers konar miðstýrt áætlanahagkerfi. Danmörk er markaðsríki.“ Að mati Rasmussens hverfist Norðurlandamódelið um velferðarkerfið og öryggið sem það tryggir þegnum ríkjanna – „en það er einnig árangursríkt markaðshagkerfi sem gerir fólki kleift að elta drauma sína og lifa lífi sínu eins og það vill.“ Eins og Vox rekur þá er þetta þó ekki í grundavallaratriðum svo frábrugðið boðskapi Sanders. Hann vilji til að mynda hækka skatta og auka útgjöld til velferðarmála. Rasmussen sagði einnig af þessu tilefni að þegar litið væri á heildarsamhengi hlutanna væru ekkert mjög skiptar skoðanir á þessu kerfi milli stærstu flokkanna í Danmörku. Það hafi til að mynda sýnt sig þegar hann sótti þing Demókrataflokksins fyrir fjórum árum síðan. Þangað mætti hann, leiðtogi hægrisinnaðs flokks, ásamt dönskum kollegum sínum á vinstri vængnum.
Tengdar fréttir Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna. 21. október 2015 07:00 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00
Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna. 21. október 2015 07:00
Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48