Enski boltinn

Mancini: Gríðarlega mikilvægt að koma til baka og vinna

SÁP skrifar
Villas-Boas og Mancini í dag
Villas-Boas og Mancini í dag Mynd. / Getty Images
Roborto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var að vonum ánægður með sína menn sem unnu frábæran sigur á Tottenham 2-1 á heimavelli.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og sérstaklega mikilvægur þar sem við lentum í miklu mótlæti. Það voru margir mikilvægir leikmenn meiddi hjá okkur í dag en það skipti litlu. Ég sá það strax á mínum mönnum í byrjun leiks að þeir voru ákveðnir og alltaf líklegir."

„Við lékum í raun frábærlega allan leikinn. Tímabilið er langt og strangt og nokkur lið sem geta barist um meistaratitilinn."

„Við gerðum mörg mistök í okkar leik í vikunni í Meistaradeild Evrópu en maður veit aldrei í fótboltanum. Við bættum það upp í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×