Enski boltinn

Mackey: Engin hugrakkari en Heiðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar í kunnulegri stellingu.
Heiðar í kunnulegri stellingu. Nordic Photos / Getty Images
Malky Mackay, stjóri enska B-deildarliðsins Cardiff City, lofaði Heiðar Helguson sem skoraði í 2-1 sigri liðsins gegn Hull City í gær.

Heiðar skoraði með skalla strax á þriðju mínútu en Mackay segir að mörkin hefðu getað orðið fleiri.

„Við vorum að spila gegn mjög sterku liði en við byrjuðum gríðarlega vel. Við hefðum getað skorað þrjú eða fjögur mörk," sagði Mackay.

„Helguson var afar hugrakkur í skallamarkinu. Það kom mér ekki á óvart - hann er líklega hugrakkasti leikmaður sem ég hef starfað með. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd."

Heiðar hefur skorað sex mörk fyrir Cardiff á tímabilinu til þessa en hann kom frá QPR í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×