Enski boltinn

Di Matteo: Vinnubrögð enska sambandsins koma mér á óvart

SÁP skrifar
Mynd / Getty Images.
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýnir forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar meikið í enskum fjölmiðlum um helgina.

Chelsea hafði farið fram á að leikur liðsins gegn Sunderland þann 8. desember sem á að fara fram á leikvangi Ljóssins, heimavelli Sunderland, yrði færður til svo félagið geti ferðast þægilega til Japan.

Chelsea tekur þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða síðar í mánuðinum og álagið því mikið á Evrópumeisturunum. Liðið spilar í undanúrslit keppninnar 13. desember og er Roberto Di Matteo ósáttur við enska knattspyrnusambandið þar sem sambandið hefur neitað fyrirspurn knattspyrnustjórans.

Hann telur að liðið nái ekki að jafna sig á tímamismuninum á þeim stutta tíma sem þeir fá fyrir leikinn í Japan.

„Maður hefði haldið að enska knattspyrnusambandið myndi vilja að þeirra fulltúrar á mótinu gætu undirbúið sig eins vel og hægt er."

„Þessi niðurstaða kemur mér á óvart og virkilega einkennileg vinnubrögð. Það er níu klukkutíma tímamismunur milli þessara landa og það verður gríðarlega erfitt fyrir mína menn að jafna sig á honum."

„Það eru alltaf möguleikar á meiðslum þegar lið spila í svona aðstæðum og ég hef miklar áhyggjur af leikmönnum liðsins fyrir þessa leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×