Erlent

Af­glæpa­væða of­skynjunar­sveppi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sveppirnir verða enn ólöglegir, en lögreglumönnum verður nú bannað að leggja sektir við því að fólk sé með slík efni á sér, sé viðkomandi tuttugu og eins árs eða eldri.
Sveppirnir verða enn ólöglegir, en lögreglumönnum verður nú bannað að leggja sektir við því að fólk sé með slík efni á sér, sé viðkomandi tuttugu og eins árs eða eldri. vísir/getty
Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Sveppirnir verða enn ólöglegir, en lögreglumönnum verður nú bannað að leggja sektir við því að fólk sé með slík efni á sér, sé viðkomandi tuttugu og eins árs eða eldri.

Sveppirnir innihalda ofskynjunarlyfið psilocybin, og annarsstaðar í Bandaríkjunum eru þeir settir í sama flokk og eiturlyf á borð við LSD og Heróín.

Denver afglæpavæddi kannabis árið 2005, töluvert áður en Coloradoríki í heild sinni gerði slíkt hið sama, en í dag er kannabis löglegt í ríkinu eins og í fleiri ríkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×