Erlent

Norður Kóreumenn loka kjarnorkuverum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Norður Kórea hefur lokað öllum kjarnorkuverum í Yongbyon, samkvæmt upplýsingum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar. Þetta er fyrsta skref þeirra til að uppfylla skilyrði samkomulags sem gert var í febrúar síðastliðnum en samkvæmt því fær Norður Kórea umtalsvert orkumagn gefins gegn því að þeir hverfi frá kjarnorkuáætlun sinni. Stjórnarerindrekar frá Bandaríkjunum, Japan, Kína, Suður Kóreu og Rússlandi funda þessa dagana með Norður Kóreumönnum í Peking um áframhald í afvopnunarmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×