Baunuðu á Bloomberg Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2020 08:23 Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. AP/John Locher Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira