„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 16:23 Þrjátíu ára afmælismynd Hubble-geimsjónaukans sem hefur fengið nafnið „Geimkórallinn“. NASA/ESA Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01
Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09