Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira