Þingmaður þjóðernisflokks varð fyrir alvarlegri líkamsárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 08:37 Frank Magnitz. EPA/HAYOUNG JEON Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017. Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017.
Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08