„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:02 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri voru gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Elín Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent