Erlent

Handtökur og átök í Búrma

MYND/AFP

Lögreglan í Búrma beitti í morgun kylfum til að leysa upp mótmæli þar í landi. Tveir leiðtogar andófsmanna voru handteknir í morgun.

Svo virðist sem þolinmæði herforingjastjórnarinnar gagnvart mótmælendum sé á þrotum. Hermenn á vegum stjórnarinnar umkringdu klaustur búddamunka í Rangún, höfuðborg Búrma, í morgun í þeirri von að koma í veg fyrir áframhaldandi mótmæli, níunda daginn í röð.

Herforingjastjórnin hótaði í gær að beita hervaldi gegn mótmælendum og tók útgöngubann gildi þegar mótmælum lauk. Fjöldi hermanna voru sendir að pagóðunni í Rangún, þar sem mótmælendur hafa safnast saman.

Í morgun kom svo til átaka við pagóðuna þegar mótmælendur byrjuðu að safnast saman. Beitti lögreglan kylfum til að leysa upp mótmælendur.

Sérfræðingar óttast nú að ofbeldið eigi eftir að stigmagnast og minnast þess þegar þúsundir manna féllu í átökum milli hermanna og mótmælenda árið 1988.

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær boðaði Bush, bandaríkjaforseti, hertar refsiaðgerðir gegn Búrma og hvatti jafnframt önnur ríki til að beita þrýstingi.


Tengdar fréttir

Einn lést í skotárás hersins í Burma

Einn lést og fimm slösuðust þegar herinn í Myanmar skaut byssuskotum að stórum hópi mótmælenda í Yangon í dag. Vitni segja blóðugan líkama munks hafa verið borinn í burtu en ekki er ljóst hvort hann var lífs eða liðinn. Búddamunkar hafa leitt mótmælin í Myanmar sem hófust fyrir mánuði síðan þegar olíuverð hækkaði skyndilega. Þau hafa breiðst út og eru orðin mestu mótmli í landinu í 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×