Erlent

Stjórnarflokkarnir í Rúmeníu unnu stórsigur í kosningum

Stjórnarflokkarnir í Rúmeníu, eða bandalag vinstri og miðjuflokkanna, unnu stórsigur í þingkosningum sem haldnar voru í landinu í gærdag.

Útgönguspár gáfu stjórnarflokkunum undir forystu forsætisráðherrans Victor Ponta 57% af atkvæðunum en helsti stjórnarandstöðuflokkurinn fékk aðeins 19% atkvæða. Opinber úrslit í kosningunum liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag.

Rúmenía er undir sérstöku eftirliti Evrópusambandsins vegna spillingar. Þar að auki hefur sambandið áhyggjur af sjálfstæði dómstóla í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×