Engar reglur og nær ekkert eftirlit með áfangaheimilum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 11:11 Byrginu og Ekron var lokað vegna meintra kynferðisbrota forstöðumanna heimilanna. Hvorki eru til lög né reglur um rekstur áfangaheimila fyrir einstaklinga sem glíma við áfengis- eða vímuefnavanda og því þurfa þeir sem hyggjast stofna slíkt ekki að uppfylla nein skilyrði. Þá er lítið sem ekkert eftirlit með áfangaheimilum og því sem þar fer fram. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg álítur velferðarsvið borgarinnar að það sé hlutverk ríkisins að segja lög um rekstur og starfsleyfi áfangaheimila með sambærilegum hætti og um önnur úrræði. Óskað hafi verið eftir að það verði gert en að velferðarráðuneytið hafi ekki orðið við þeirri beiðni.Einu reglurnar sem til eru um áfangaheimili eru reglur Reykjavíkurborgar um styrki til þeirra. Hver sá sem heldur úti starfsemi áfangaheimilis í sex mánuði eða lengur á rétt á styrkjum frá borginni. Velferðarráðuneytið úthlutar jafnframt styrkjum og úthlutaði samtals 110 milljónum í styrki til fimm áfangaheimila áfangaheimila á síðasta ári. Krísuvíkursamtökin og Krossgötur fengu hæstu styrkina, 71 milljón króna og 23 milljónir.Áfangaheimilum lokað vegna brota forstöðumanna Sem fyrr segir hefur verið óskað eftir því að reglur verði settar um rekstur áfangaheimila. Það var meðal annars þegar málefni Byrgisins komust í hámæli árið 2007 en þá var Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvenna á meðferðarheimilinu til að hafa við þær samræði eða önnur kynferðismök á meðan þær voru til meðferðar í Byrginu. Guðmundur var ári síðar dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna málsins.Áfangaheimilinu Ekron, kristilegum samtökum sem önnuðust meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, var einnig lokað. Það var árið 2011 en þá kærði kona sem dvaldi á heimilinu forstöðumanninn, Hjalta Kjartansson, til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Þá var meðferðarheimilinu Götusmiðjunni lokað árið 2010 vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson, hefði hótað vistmönnum limlestingum. Hann neitaði þó ávallt sök og fór í meiðyrðamál vegna þess, og opnaði vistheimilið aftur í lok síðasta ár. Þar er þó um að ræða börn og unglinga og því gilda reglur um slík áfangaheimili. Ekki liggur fyrir hvers vegna reglur hafa enn ekki verið settar um rekstur slíkra heimila, og fengust ekki svör frá velferðarráðuneytinu þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10 Meðferð Gunnars á fjármunum Krossgatna skoðaðar Gunnar Þorsteinsson segir stjórn Krossgatna reyna að veikja stöðu sína á komandi aðalfundi. 31. mars 2014 22:37 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Guðmundur í Byrginu hóf afplánun í gær Guðmundur Jónsson, betur þekktur sem Guðmundur í Byrginu hóf afplánun á tveggja og hálfs árs fangelsisdómi í gær. 20. maí 2009 09:50 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hvorki eru til lög né reglur um rekstur áfangaheimila fyrir einstaklinga sem glíma við áfengis- eða vímuefnavanda og því þurfa þeir sem hyggjast stofna slíkt ekki að uppfylla nein skilyrði. Þá er lítið sem ekkert eftirlit með áfangaheimilum og því sem þar fer fram. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg álítur velferðarsvið borgarinnar að það sé hlutverk ríkisins að segja lög um rekstur og starfsleyfi áfangaheimila með sambærilegum hætti og um önnur úrræði. Óskað hafi verið eftir að það verði gert en að velferðarráðuneytið hafi ekki orðið við þeirri beiðni.Einu reglurnar sem til eru um áfangaheimili eru reglur Reykjavíkurborgar um styrki til þeirra. Hver sá sem heldur úti starfsemi áfangaheimilis í sex mánuði eða lengur á rétt á styrkjum frá borginni. Velferðarráðuneytið úthlutar jafnframt styrkjum og úthlutaði samtals 110 milljónum í styrki til fimm áfangaheimila áfangaheimila á síðasta ári. Krísuvíkursamtökin og Krossgötur fengu hæstu styrkina, 71 milljón króna og 23 milljónir.Áfangaheimilum lokað vegna brota forstöðumanna Sem fyrr segir hefur verið óskað eftir því að reglur verði settar um rekstur áfangaheimila. Það var meðal annars þegar málefni Byrgisins komust í hámæli árið 2007 en þá var Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvenna á meðferðarheimilinu til að hafa við þær samræði eða önnur kynferðismök á meðan þær voru til meðferðar í Byrginu. Guðmundur var ári síðar dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna málsins.Áfangaheimilinu Ekron, kristilegum samtökum sem önnuðust meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, var einnig lokað. Það var árið 2011 en þá kærði kona sem dvaldi á heimilinu forstöðumanninn, Hjalta Kjartansson, til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Þá var meðferðarheimilinu Götusmiðjunni lokað árið 2010 vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson, hefði hótað vistmönnum limlestingum. Hann neitaði þó ávallt sök og fór í meiðyrðamál vegna þess, og opnaði vistheimilið aftur í lok síðasta ár. Þar er þó um að ræða börn og unglinga og því gilda reglur um slík áfangaheimili. Ekki liggur fyrir hvers vegna reglur hafa enn ekki verið settar um rekstur slíkra heimila, og fengust ekki svör frá velferðarráðuneytinu þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10 Meðferð Gunnars á fjármunum Krossgatna skoðaðar Gunnar Þorsteinsson segir stjórn Krossgatna reyna að veikja stöðu sína á komandi aðalfundi. 31. mars 2014 22:37 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Guðmundur í Byrginu hóf afplánun í gær Guðmundur Jónsson, betur þekktur sem Guðmundur í Byrginu hóf afplánun á tveggja og hálfs árs fangelsisdómi í gær. 20. maí 2009 09:50 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10
Meðferð Gunnars á fjármunum Krossgatna skoðaðar Gunnar Þorsteinsson segir stjórn Krossgatna reyna að veikja stöðu sína á komandi aðalfundi. 31. mars 2014 22:37
Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42
Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32
Guðmundur í Byrginu hóf afplánun í gær Guðmundur Jónsson, betur þekktur sem Guðmundur í Byrginu hóf afplánun á tveggja og hálfs árs fangelsisdómi í gær. 20. maí 2009 09:50
Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43