Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2015 14:42 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. vísir/egill/pjetur Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundinni starfsemi í Byrginu árið 2002. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kona á þrítugsaldri fer fram á að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni og hún fyrir vikið orðið út undan. Konan er ein þeirra sem Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. Konan bar einnig vitni í morgun þar sem hún sagðist enn bera þess bætur hvað gekk á í Byrginu á sínum tíma. Hún fúnkeraði ekki í vinnu, eignaðist ekki vini auk þess að glíma við búlemíu og fleiri vandamál.Sjá einnig:Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu „Ég skrifaði bréf til landlæknisembættisins á sínum tíma og fékk fá svör. Eftirlitsvald ríkisins brást algjörlega sínu eftirlitshlutverki. Heilbrigðisráðherra hafði á þeim tíma skilgreint staðinn í tvígang sem heilbrigðisstofnun en ég veit ekki til þess að það hafi verið eitthvað eftirlit með staðnum,“ sagði Pétur.Ríkið hafi brugðist Pétur sendi alþingismönnum svo tillögu árið 2007 um hvernig bregðast ætti við þeim skaða sem vistmenn hefðu orðið fyrir. Um var að ræða fjögurra þrepa áætlun. „Þá vakti ég athygli á því kynferðislega sambandi sem átti sér stað milli starfsfólks og vistmanna innan Byrgisins,“ sagði Pétur. Þá hafði frétta- og skýringaþátturinn Kompás þegar svipt hulunni af starfseminni í Byrginu eða í desember 2006. Móðir konunnar bar vitni í héraðsdómi í morgun og var hún spurð út í aðdraganda þess að dóttir hennar var vistuð í Byrginu. Var að drepa sig úr neyslu „Hún var búin að vera í mikilli neyslu allt sumarið og við vorum ítrekað búin að reyna koma henni í meðferð á Bugl, Vogi og Stuðlum. Hún komst aldrei inn á Bugl, þrátt fyrir ítrekað tilraunir.“ Móðirin segir engin úrræði séu til staðar fyrir ungt fólk. „Það var enginn aðstoð til staðar og hún var að drepa sig úr neyslu. Ég skrifaði landlækni bréf eitt sumarið en ástandið var orðið svo slæmt að endurlífga þurfti dóttir mína í tvígang þetta sumar. Ég fæ svar um að það sé lítið sé hægt að gera.“ Móðurinn segir að því næst hafi hún ákveðið að koma fram í viðtali við DV þar sem hún hafi gagnrýnt kerfið mjög harkalega. Eftir viðtalið hafi kona haft samband við hana og látið hana vita af starfsemi Byrgisins. „Um mánuði síðar vildi dóttir mín fara inn og í meðferð,“ sagði hún í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en vitnisburður hennar tók mjög á hana.Fegin að það vildi einhver taka við henni „Ég man í raun ekki hvernig mér leist á Byrgið í fyrstu, ég man bara hvað ég var fegin að það vildi einhver taka við henni, og að hún vildi sjálf fara þarna inn. Hún var gríðarlega veik og við það að drepa sig úr neyslu á þessum tíma.“ Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14. maí 2008 15:43 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag. 14. júlí 2008 16:33 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundinni starfsemi í Byrginu árið 2002. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kona á þrítugsaldri fer fram á að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni og hún fyrir vikið orðið út undan. Konan er ein þeirra sem Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. Konan bar einnig vitni í morgun þar sem hún sagðist enn bera þess bætur hvað gekk á í Byrginu á sínum tíma. Hún fúnkeraði ekki í vinnu, eignaðist ekki vini auk þess að glíma við búlemíu og fleiri vandamál.Sjá einnig:Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu „Ég skrifaði bréf til landlæknisembættisins á sínum tíma og fékk fá svör. Eftirlitsvald ríkisins brást algjörlega sínu eftirlitshlutverki. Heilbrigðisráðherra hafði á þeim tíma skilgreint staðinn í tvígang sem heilbrigðisstofnun en ég veit ekki til þess að það hafi verið eitthvað eftirlit með staðnum,“ sagði Pétur.Ríkið hafi brugðist Pétur sendi alþingismönnum svo tillögu árið 2007 um hvernig bregðast ætti við þeim skaða sem vistmenn hefðu orðið fyrir. Um var að ræða fjögurra þrepa áætlun. „Þá vakti ég athygli á því kynferðislega sambandi sem átti sér stað milli starfsfólks og vistmanna innan Byrgisins,“ sagði Pétur. Þá hafði frétta- og skýringaþátturinn Kompás þegar svipt hulunni af starfseminni í Byrginu eða í desember 2006. Móðir konunnar bar vitni í héraðsdómi í morgun og var hún spurð út í aðdraganda þess að dóttir hennar var vistuð í Byrginu. Var að drepa sig úr neyslu „Hún var búin að vera í mikilli neyslu allt sumarið og við vorum ítrekað búin að reyna koma henni í meðferð á Bugl, Vogi og Stuðlum. Hún komst aldrei inn á Bugl, þrátt fyrir ítrekað tilraunir.“ Móðirin segir engin úrræði séu til staðar fyrir ungt fólk. „Það var enginn aðstoð til staðar og hún var að drepa sig úr neyslu. Ég skrifaði landlækni bréf eitt sumarið en ástandið var orðið svo slæmt að endurlífga þurfti dóttir mína í tvígang þetta sumar. Ég fæ svar um að það sé lítið sé hægt að gera.“ Móðurinn segir að því næst hafi hún ákveðið að koma fram í viðtali við DV þar sem hún hafi gagnrýnt kerfið mjög harkalega. Eftir viðtalið hafi kona haft samband við hana og látið hana vita af starfsemi Byrgisins. „Um mánuði síðar vildi dóttir mín fara inn og í meðferð,“ sagði hún í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en vitnisburður hennar tók mjög á hana.Fegin að það vildi einhver taka við henni „Ég man í raun ekki hvernig mér leist á Byrgið í fyrstu, ég man bara hvað ég var fegin að það vildi einhver taka við henni, og að hún vildi sjálf fara þarna inn. Hún var gríðarlega veik og við það að drepa sig úr neyslu á þessum tíma.“
Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14. maí 2008 15:43 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag. 14. júlí 2008 16:33 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02
Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14
Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14. maí 2008 15:43
Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33
Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag. 14. júlí 2008 16:33