Áfangaheimili Ekron lokað 26. apríl 2011 06:45 Áfangaheimilinu, sem staðsett er í Breiðholti, hefur nú verið lokað. Stjórn Ekron, kristilegra samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, hefur ákveðið að loka áfangaheimili samtakanna. Þetta staðfestir Hjalti Kjartansson, forstöðumaður Ekron, en hann var í síðasta mánuði kærður til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, er ráðuneytið þegar byrjað að vinna í því að finna nýtt heimili fyrir skjólstæðinga áfangaheimilisins, en þar er pláss fyrir tíu til tólf manns. Samningur ráðuneytisins við Ekron rennur út í lok maí. Ekron rekur þjálfunarstarfsemi sína á Grensásvegi 16, en áfangaheimilið er í Breiðholti. Það var eingöngu ætlað þeim sem voru í starfsþjálfun og endurhæfingu í Ekron, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. Ríkið og tiltekin sveitarfélög hafa styrkt samtökin undanfarin ár með þjónustusamningum. Kona sem dvaldi á áfangaheimilinu kærði forstöðumanninn fyrir að hafa við sig samfarir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins vel á veg komin. Hjalti Kjartansson vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um ástæður lokunar áfangaheimilisins þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en því að þar hafi verið „alls konar viðbjóður í gangi, trúarofbeldi og rugl,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann var spurður hver hefði staðið fyrir því svaraði hann: „Sú sem fór fyrir því,“ en kvað að öðru leyti ekki „tímabært“ að tjá sig um málið. Hann kvaðst tilbúinn til að ræða við Fréttablaðið eftir hálfan mánuð, þrjár vikur. Spurður hvort honum bæri ekki skylda til að upplýsa um málefni Ekron, þar sem samtökin væru með þjónustusamning við velferðarráðuneytið sagði Hjalti að samtökin væru allt annað en áfangaheimilið. Þetta tvennt væri óskylt, þótt hvort tveggja væri á sömu vefsíðu og kennt við Ekron, sem skráð er eigandi áfangaheimilisins. „Það hefur aldrei komið svo mikið sem króna, hvorki frá ríki né sveitarfélögum, inn í þetta áfangaheimili,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst hann ekki geta gefið upp hver færi með yfirstjórn Ekron nú því það væri verið að „rótera“ í því máli. - jss Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Stjórn Ekron, kristilegra samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, hefur ákveðið að loka áfangaheimili samtakanna. Þetta staðfestir Hjalti Kjartansson, forstöðumaður Ekron, en hann var í síðasta mánuði kærður til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, er ráðuneytið þegar byrjað að vinna í því að finna nýtt heimili fyrir skjólstæðinga áfangaheimilisins, en þar er pláss fyrir tíu til tólf manns. Samningur ráðuneytisins við Ekron rennur út í lok maí. Ekron rekur þjálfunarstarfsemi sína á Grensásvegi 16, en áfangaheimilið er í Breiðholti. Það var eingöngu ætlað þeim sem voru í starfsþjálfun og endurhæfingu í Ekron, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. Ríkið og tiltekin sveitarfélög hafa styrkt samtökin undanfarin ár með þjónustusamningum. Kona sem dvaldi á áfangaheimilinu kærði forstöðumanninn fyrir að hafa við sig samfarir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins vel á veg komin. Hjalti Kjartansson vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um ástæður lokunar áfangaheimilisins þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en því að þar hafi verið „alls konar viðbjóður í gangi, trúarofbeldi og rugl,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann var spurður hver hefði staðið fyrir því svaraði hann: „Sú sem fór fyrir því,“ en kvað að öðru leyti ekki „tímabært“ að tjá sig um málið. Hann kvaðst tilbúinn til að ræða við Fréttablaðið eftir hálfan mánuð, þrjár vikur. Spurður hvort honum bæri ekki skylda til að upplýsa um málefni Ekron, þar sem samtökin væru með þjónustusamning við velferðarráðuneytið sagði Hjalti að samtökin væru allt annað en áfangaheimilið. Þetta tvennt væri óskylt, þótt hvort tveggja væri á sömu vefsíðu og kennt við Ekron, sem skráð er eigandi áfangaheimilisins. „Það hefur aldrei komið svo mikið sem króna, hvorki frá ríki né sveitarfélögum, inn í þetta áfangaheimili,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst hann ekki geta gefið upp hver færi með yfirstjórn Ekron nú því það væri verið að „rótera“ í því máli. - jss
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira