Innlent

Meðferð Gunnars á fjármunum Krossgatna skoðaðar

Bjarki Ármannsson skrifar
Gunnar neitar öllum ásökunum alfarið.
Gunnar neitar öllum ásökunum alfarið. Vísir/Anton
Stjórn áfangaheimilisins Krossgötur hefur farið fram á að embætti sérstaks saksóknara skoði meðferð Gunnars Þorsteinssonar á fjármunum heimilisins á meðan hann gegndi embætti framkvæmdastjóra á árunum 2008 til 2012.

Frá þessu var greint í Kastljósi í kvöld en þar segir Gunnar að um hreina safnaðarpólitík sé að ræða. Hann hafnar öllum ásökunum og sakar stjórn Krossgatna um að reyna að veikja stöðu hans.

„Þetta er bara útspil vegna komandi aðalfundar,“ segir Gunnar, sem oftast er kenndur við trúfélagið Krossinn, í viðtalinu. „Það hljóta allir að sjá.“

Krossgötur hafa um árabil þegið framlög úr ríkissjóði en þeim barst ábending frá utanaðkomandi aðila um mögulegan misbrest í bókhaldi á síðasta ári, samkvæmt Guðmundi St. Ragnarssyni, stjórnarformanni heimilisins.

Meðal þess sem sérstakur saksóknari er beðinn um að fara yfir eru bifreiðaviðskipti upp á nokkrar milljónir króna og lán til Krossins upp á rúmlega 1,3 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×