Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2020 11:51 Starfsfólk á smitsjúkdómadeildinni A7 í Fossvogi er vel búið hlífðarbúnaði. Visir/Landspítali- Þorkell Þorkelsson Landspítalinn tekur við hlutverki sóttvarnalæknis um að sjá um innkaup og birgðarstöðu á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Forstjórinn segir að gríðarlega mikil vinna hafi farið í verkefnið. Verið sé að horfa til Asíumarkaðar til að tryggja nægar birgðir. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur gríðarlegt magn farið af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og félagsþjónustu. Fram kom í fréttum í gær að farið væri að ganga á birgðirnar og var biðlað til fólks að nota búnaðinn ekki nema þörf væri á. Sóttvarnalæknir hefur séð um innkaup og birgðir fyrir neyðarlager farsótta en nú hefur Landspítalanum verið falið að sjá um innkaup á honum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða afar stórt verkefni. Páll Matthíasson „Okkur var falið af stjórnvöldum í síðustu viku að halda utan um birgðastöðu á hlífðarbúnaði tengdum farsóttum og innkaupum á þessum varningi fyrir landið og það hefur farið gríðarleg vinna hjá starfsfólki að halda utan um þetta,“ segir Páll. Læknir að störfum á smitsjúkdómadeildinni A7 á Landspítalanum.Vísir/Landpítali- Þorkell þorkelsson Páll segir að ennþá sé ekki farið að bera á skorti en mikilvægt sé að hafa nægar birgðir. Verið sé að horfa til nýrra markaða. „Ekki síst til Asíu til að tryggja búnað þannig að við erum meðvituð um að eftirspurn er mikil eftir búnaði og tækjum og er ekki að fara að minnka á næstunni,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Landspítalinn tekur við hlutverki sóttvarnalæknis um að sjá um innkaup og birgðarstöðu á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Forstjórinn segir að gríðarlega mikil vinna hafi farið í verkefnið. Verið sé að horfa til Asíumarkaðar til að tryggja nægar birgðir. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur gríðarlegt magn farið af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og félagsþjónustu. Fram kom í fréttum í gær að farið væri að ganga á birgðirnar og var biðlað til fólks að nota búnaðinn ekki nema þörf væri á. Sóttvarnalæknir hefur séð um innkaup og birgðir fyrir neyðarlager farsótta en nú hefur Landspítalanum verið falið að sjá um innkaup á honum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða afar stórt verkefni. Páll Matthíasson „Okkur var falið af stjórnvöldum í síðustu viku að halda utan um birgðastöðu á hlífðarbúnaði tengdum farsóttum og innkaupum á þessum varningi fyrir landið og það hefur farið gríðarleg vinna hjá starfsfólki að halda utan um þetta,“ segir Páll. Læknir að störfum á smitsjúkdómadeildinni A7 á Landspítalanum.Vísir/Landpítali- Þorkell þorkelsson Páll segir að ennþá sé ekki farið að bera á skorti en mikilvægt sé að hafa nægar birgðir. Verið sé að horfa til nýrra markaða. „Ekki síst til Asíu til að tryggja búnað þannig að við erum meðvituð um að eftirspurn er mikil eftir búnaði og tækjum og er ekki að fara að minnka á næstunni,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40
Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15