Erlent

Fjöldi látinna í Banda­­ríkjunum hefur tvö­faldast á þremur dögum

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn í gær. Getty

Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Johns Hopkins háskóla þá hafa nú 4.076 manns látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum og telja staðfest kórónuveirusmit þar nú 189.510. Síðasta sólarhringinn voru skráð 865 dauðsföll sem rakin eru til veirunnar í landinu.

Rúmlega 40 prósent af staðfestum smitum hafa greinst í ríkinu New York. Greint var frá því í gær að Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, hafi komið til borgarinnar í gær til að létta á sjúkrahúsum borgarinnar. Alls eru um þúsund sjúkrarúm um borð í skipinu. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í gær við að „mjög sársaukafullar vikur“ kunni að vera framundan, en fulltrúar bandarískra heilbrigðisyfirvalda hafa spáð að allt að 200 þúsund Bandaríkjamenn kunni að láta lífið í faraldrinum. „Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði forsetinn.

Staðan annars staðar í heiminum

Staðfestum smitum heldur áfram að fjölga á Indlandi þar sem unnið er hörðum höndum að smíði öndunarvéla til að geta brugðist við fjölgun alvarlegra tilfella. Alls hafa nú verið staðfest 1.400 smit í landinu og telja dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 123.

Á heimsvísu hafa nú 860 þúsund kórónuveirusmit verið staðfest og stendur fjöldi dauðsfalla nú í rúmlega 42 þúsund.


Tengdar fréttir

Sjúkra­skipið Com­fort komið til New York

Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar.

112.000 smitaðir í Bandaríkjunum

Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.