Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2016 14:02 Orustuþotur og stórskotalið á vegum sýrlenskra stjórnvalda og Rússa gerðu í nótt gríðarlegar loftárásir á þann hluta Aleppo sem er á valdi uppreisnarmanna. Svo virðist sem að endanlega sé úti um vopnahlé síðustu tveggja vikna. Yfirráðum yfir Aleppo, einn af miðpunktum átakana í Sýrlandi, má skipta í tvennt en ríkisstjórn Stýrlands fer með yfirráð yfir vesturhluta borgarinnar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Gerðar voru gríðarlegar loftárásir á austurhlutann í nótt. Sagði blaðamaður AFP sem staddur var í borginni að sá hluti borgarinnar stæði meira og minna í björtu báli. „Það er eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið,“ sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður Almannavarna austurhluta borgarinnar í samtali við fréttastofu Reuters. Vopnahlé í Sýrlandi hefur verið í gildi frá 12. september. Hafði dregið úr loftárásum vegna þess þangað til að ráðist var á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. Bandaríkin og Rússar benda á hvora aðra vegna ábyrgðar á loftárásinni á bílalestina. Tvær vikur eru frá því að vopnahléið var kynnt og bundnar voru miklar vonir við að það myndi draga úr átökunum í Sýrlandi. Árásin á bílalestina á mánudaginn hafði þó slæm áhrif á vopnahléið og virðist sem að loftárásirnar á Aleppo í nótt hafi verið síðasti naglinn í líkkistu vopnahlésins. Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Vopnahléið hangir á bláþræði Báðar fylkingar undirbúa átök að nýju. 19. september 2016 13:30 Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. 22. september 2016 07:00 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Orustuþotur og stórskotalið á vegum sýrlenskra stjórnvalda og Rússa gerðu í nótt gríðarlegar loftárásir á þann hluta Aleppo sem er á valdi uppreisnarmanna. Svo virðist sem að endanlega sé úti um vopnahlé síðustu tveggja vikna. Yfirráðum yfir Aleppo, einn af miðpunktum átakana í Sýrlandi, má skipta í tvennt en ríkisstjórn Stýrlands fer með yfirráð yfir vesturhluta borgarinnar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Gerðar voru gríðarlegar loftárásir á austurhlutann í nótt. Sagði blaðamaður AFP sem staddur var í borginni að sá hluti borgarinnar stæði meira og minna í björtu báli. „Það er eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið,“ sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður Almannavarna austurhluta borgarinnar í samtali við fréttastofu Reuters. Vopnahlé í Sýrlandi hefur verið í gildi frá 12. september. Hafði dregið úr loftárásum vegna þess þangað til að ráðist var á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. Bandaríkin og Rússar benda á hvora aðra vegna ábyrgðar á loftárásinni á bílalestina. Tvær vikur eru frá því að vopnahléið var kynnt og bundnar voru miklar vonir við að það myndi draga úr átökunum í Sýrlandi. Árásin á bílalestina á mánudaginn hafði þó slæm áhrif á vopnahléið og virðist sem að loftárásirnar á Aleppo í nótt hafi verið síðasti naglinn í líkkistu vopnahlésins.
Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Vopnahléið hangir á bláþræði Báðar fylkingar undirbúa átök að nýju. 19. september 2016 13:30 Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. 22. september 2016 07:00 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. 22. september 2016 07:00
Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15