Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 11:12 Bretar fagna lífi þingkonunnar Jo Cox þegar ár er liðið frá því að hún var myrt. Vísir/Getty Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox.Fleira sem sameinar okkur en sundrar Á vef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Jo Cox sjóðurinn standi fyrir frumkvæðinu en talsmenn hans segja að lagt sé aðaláherslu á inntakið í jómfrúarræðu þingmannsins um að það sé fleira sem sameini okkur en sundri. Viðburðirnir, sem eru undir yfirskriftinni „hin mikilfenglega samkoma“, eru margvíslegir og verður meðal annars hægt að fara í lautarferð, á tónleika og á götulistahátíð þessa helgi til þess að fagna lífi Jo Cox sem í fyrra var skotin og stungin til bana af Thomas Mair. Hann hefur nú hlotið lífstíðarfangelsi.Margmenni á viðburði til minningar um Jo Cox.Vísir/GettyÞörf sé á því að koma saman í jákvæðni Að sögn systur Jo Cox, Kim Leadbeater, verða viðburðirnir hvorki pólitískir né trúarlegir. Megintilgangurinn sé einungis sá að sameinast og fagna lífi Jo Cox sem var fjörtíu og eins árs gömul þegar hún var myrt. Leadbeater segist nema ákveðna örvæntingu í þjóðinni og að það sé mikil þörf á því að koma saman í jákvæðni.Finna fyrir ástinni Móðir þingmannsins, Jean Leadbeater, segir þessa helgi vera þeim afar þungbæra en það sem haldi þeim gangandi er styrkurinn sem þau fjölskyldan fái frá fólkinu og bætir við að þau „finni fyrir ástinni.“ Jo Cox átti tvö börn með eiginmanni sínum Brendan Cox. Hann segist fullur lotningar yfir frumkvæðinu. Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox.Fleira sem sameinar okkur en sundrar Á vef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Jo Cox sjóðurinn standi fyrir frumkvæðinu en talsmenn hans segja að lagt sé aðaláherslu á inntakið í jómfrúarræðu þingmannsins um að það sé fleira sem sameini okkur en sundri. Viðburðirnir, sem eru undir yfirskriftinni „hin mikilfenglega samkoma“, eru margvíslegir og verður meðal annars hægt að fara í lautarferð, á tónleika og á götulistahátíð þessa helgi til þess að fagna lífi Jo Cox sem í fyrra var skotin og stungin til bana af Thomas Mair. Hann hefur nú hlotið lífstíðarfangelsi.Margmenni á viðburði til minningar um Jo Cox.Vísir/GettyÞörf sé á því að koma saman í jákvæðni Að sögn systur Jo Cox, Kim Leadbeater, verða viðburðirnir hvorki pólitískir né trúarlegir. Megintilgangurinn sé einungis sá að sameinast og fagna lífi Jo Cox sem var fjörtíu og eins árs gömul þegar hún var myrt. Leadbeater segist nema ákveðna örvæntingu í þjóðinni og að það sé mikil þörf á því að koma saman í jákvæðni.Finna fyrir ástinni Móðir þingmannsins, Jean Leadbeater, segir þessa helgi vera þeim afar þungbæra en það sem haldi þeim gangandi er styrkurinn sem þau fjölskyldan fái frá fólkinu og bætir við að þau „finni fyrir ástinni.“ Jo Cox átti tvö börn með eiginmanni sínum Brendan Cox. Hann segist fullur lotningar yfir frumkvæðinu.
Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira