Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:30 Virgil van Dijk kostnaði nú dágóða upphæð en hann hefur líka breytt varnarleik Liverpool. Hér fagnar hann marki. Getty/Michael Regan Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira