Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:30 Virgil van Dijk kostnaði nú dágóða upphæð en hann hefur líka breytt varnarleik Liverpool. Hér fagnar hann marki. Getty/Michael Regan Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira