Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Um fátt hefur verið rætt meira á göngum Fjölbrautarskólans við Ármúla seinni hluta vikunnar, en fyrirhuguð sameining við Tækniskólann. vísir/ernir „Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
„Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent